Það er ekkert gamanmál í nýjasta skeyti Davíðs Oddssonar til Bjarna Benediktssonar og Katrínar Jakobsdóttur, sem er svo sem annað mál.
Davíð lætur ekki duga að hringja í Bjarna eða bjóða í löns á Holtinu. Nei, nú sendir hann opinbert skammaskeyti. Málið finnst honum knýjandi. Það er fjandans borgarlínan. Sem má aldrei verða að mati fyrrverandi þetta og fyrrverandi hitt. Innihalds skeytisins jafnast víst á við opinberra rassskellingu.
„En hitt er í rauninni miklu ótrúlegra að ríkisstjórn sem enn þá situr uppi með 100 skatta Jóhönnu og Steingríms telji sig hafa auraráð til að henda 44 milljörðum – 44 MILLJÖRÐUM – í himinhrópandi vitleysu eins og þessa. Álykta verður að ríkisstjórnin hljóti að hafa margfaldað þá upphæð á lausu til að fleygja í eitthvað sem er óþarft en þó ekki jafn arfavitlaust og þetta,“ skrifar fyrrverandi. Og er ekki hættur:
„Ríkisstjórnin gæti þannig sparað sér rúma 20 milljarða, sem er óhemju fé ef vel er með farið, með því að bjóðast til að styrkja borgina um jafnháa upphæð sem hún gæti brennt á báli að vild, t.d. í að byggja um 30 bragga sem rifnir voru eftir stríðslok og hafa jafnvel sérstök nástrá utan við nokkra þeirra borgarfulltrúum til heiðurs,“ endar fyrrverandi skeytið opinbera.
-sme