“Ég er svekktur út í sjálfan mig,” sagði Sigurður Ingi formaður Framsóknar. Já, nú er það svart Sigurður Ingi. Allt í hönk. Er hvergi ljós í myrkrinu: “Ég treysti Bjarna Benediktssyni.”
Jæja, þá er þó týra í þessu. Ekki er allt flatreka í höfði formanns Framsóknar. En hvað um þingheim, hvað segir formaðurinn um þingmenn svona almennt:
“…þeir þingmenn sem hæst hafa galað á síðustu dögum, sagði Sigurður Ingi.” „Obbobobb“, svo vitnað sé í einn af fyrrverandi formönnum Framsóknar. En bíðum við. Sigurður Ingi steig aftur í pontu þingsins: “
Ég missti út úr mér „galað“ áðan þegar ég meinti „talað“.