efling.is: Í kjölfar lífskjarasamninganna spyrja margir hvað verði um lífskjör lífeyrisþega. Til að ávinningur samninganna skili sér til lægst launuðu lífeyrisþeganna þarf að hækka lífeyri almannatrygginga til jafns við lægstu taxtana segir Stefán Ólafsson í nýlegri grein á Kjarnanum.
Það væri alvarlegt stílbrot á frammistöðu ríkisstjórnarinnar ef hún myndi nú bregðast lífeyrisþegum og ekki veita þeim ávinning lífskjarasamningsins til fulls.
Forsætisráðherrann hlýtur að sjá til þess að engin vanhöld verði á því að skila ávinningi lífskjarasamningsins til fulls til lægst launuðu lífeyrisþeganna, þ.e. þeirra sem mest stóla á almannatryggingar. Það væri einmitt gert með því að hækka lífeyri almannatrygginga til jafns við lægstu taxtana. Þingið þarf að afgreiða það fyrir sumarfrí og láta hækkunina gilda frá 1. apríl segir Stefán.
Sjá grein Stefáns í Kjarnanum.