- Advertisement -

Nú á að koma gullgæsinni til vina sinna

„Sala Íslands­banka er hreint og klárt arðrán á sam­fé­lag­inu í heild sinni. Íslands­banki hef­ur skilað gríðarleg­um hagnaði und­an­far­in ár og greitt millj­arða í arð til rík­is­ins.“

Inga Sæland.

Stjórnmál „Við erum löngu kom­in með upp í kok af því hvernig eign­um okk­ar er stolið um há­bjart­an dag. Við erum nógu góð til að taka á okk­ur all­an ta­prekst­ur og snúa hon­um til betri veg­ar síðan skal koma hagnaðinum í fjár­hirsl­ur pen­inga­afl­anna,“ þannig endar skínandi fín grein Ingu Sæland í Mogga dagsins.

„Rík­is­stjórn Sjálf­stæðis­flokks, Fram­sókn­ar­flokks og Vinstri grænna hef­ur tví­veg­is selt hlut rík­is­ins í Íslands­banka und­ir markaðsverði og það ligg­ur fyr­ir að lög voru brot­in í síðara sölu­ferl­inu. Þrátt fyr­ir það hef­ur rík­is­stjórn­in lagt of­urá­herslu á að koma gull­gæs­inni, og millj­örðunum sem hún verp­ir ár­lega, til vina sinna í fjár­málaelít­unni. Íslensk­ur al­menn­ing­ur skal sko ekki fá að njóta ávaxt­anna af eig­um sín­um þegar vel geng­ur held­ur má hann taka á sig tapið þegar illa geng­ur eins og dæm­in sanna,“ skrifar Inga.

„Ég tel það al­gjör­lega ófor­svar­an­legt á þess­um tíma­punkti að ráðast í sölu á Íslands­banka. Mik­ill meiri­hluti sam­fé­lags­ins hef­ur margsinn­is lýst yfir and­stöðu sinni við að eft­ir­stand­andi hlut­ur rík­is­ins verði seld­ur. Sal­an á 35% hlut rík­is­ins í Íslands­banka, með hluta­fjárút­boði, sum­arið 2021, fór fram þannig að bréf­in voru seld á hra­kv­irði, og aðeins fá­ein­um dög­um síðar hafði verð hluta­bréf­anna hækkað um tugi pró­senta. Sal­an á 22,5% hlut í Íslands­banka í mars 2022 olli gríðarlegri reiði í sam­fé­lag­inu og leiddi af sér rann­sókn­ir sem all­ar sýndu fram á al­var­lega ann­marka á sölu­ferl­inu. Einn sá al­var­leg­asti, að þáver­andi fjár­málaráðherra hafði selt fé­lagi föður síns hlut í bank­an­um. Auk þess var sölu­ferlið allt mjög á reiki og ein­hverj­ir starfs­menn Íslands­banka, sem höfðu um­sjón með því, keyptu sjálf­ir hluta­bréf í bank­an­um í þessu lokaða til­boðsferli fyr­ir út­valda.

Sala Íslands­banka er hreint og klárt arðrán…

Sala Íslands­banka er hreint og klárt arðrán á sam­fé­lag­inu í heild sinni. Íslands­banki hef­ur skilað gríðarleg­um hagnaði und­an­far­in ár og greitt millj­arða í arð til rík­is­ins. Það er með öllu ómögu­legt fyr­ir nokk­urn ein­stak­ling að sjá skyn­sem­ina í því að fórna reglu­leg­um arðgreiðslum fyr­ir skamm­tíma­ágóða af vænt­an­legri sölu. Þá er lægð á hluta­bréfa­mörkuðum og markaðsverð á hluta­bréf­um Íslands­banka hef­ur lækkað veru­lega það sem af er ári. En rík­is­stjórn­in er svo upp­tek­in af því að losa ríkið und­an þeirri „miklu áhættu“ sem fylg­ir því að eiga hluta­bréf í fyr­ir­tæki sem hef­ur skilað tuga millj­arða króna hagnaði á hverju ein­asta ári frá hruni að keyra skal söl­una áfram sama hvað taut­ar og raul­ar. Þannig skal selja bank­ann á versta tíma svo að við verðum ekki fyr­ir því óláni að fá frek­ari arðgreiðslur,“ skrifaði Inga Sæland í Mogga dagsins.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: