- Advertisement -

NPA þjónusta áfram í boði

Stefnt er því að þjónusta NPA miðstöðvar, Notendastýrð persónuleg þjónusta, verði áfram í boði til reynslu fyrir fatlaða einstaklinga. Hefur sú ákvörðun verið tekin af félags- og húsnæðismálaráðherra í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga sem bera ábyrgð á þjónustu við fatlaða.

Á vef ráðuneytisins kemur fram að Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur ákveðið að leggja fyrir Alþingi frumvarp sem miðar að því að framlengja samstarfsverkefni um innleiðingu Notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA) til ársloka 2016. Frumvarpið verður lagt fram á næstu vikum. Frumvarpið  felur í sér frestun á gildistíma tiltekinna verkefna í bráðabirgðaákvæðum laga um málefni fatlaðs fólks.

Samkvæmt frumvarpinu verður  NPA-þjónusta áfram boðin til reynslu samkvæmt sérstökum samningum við sveitarfélögin. Unnt er að fjármagna þá samninga sem þegar hafa verið gerðir og stefnt er að því að sækja aukið fé til Alþingis við yfirstandandi fjárlagagerð svo unnt verði að gera fleiri samninga um þessa tegund þjónustu.

Gangi þessi áform eftir mun faglegt og fjárhagsleg mat á NPA-samstarfsverkefninu fara fram árin 2014-2015 og verða tilbúið í árslok 2016, en þá er jafnframt miðað við að endurskoðun laga um félagsþjónustu sveitarfélaga og laga um málefni fatlaðs fólks verði lokið.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Með þessari framlengingu NPA-verkefnisins gefst rýmri tími en ella til að meta allar hliðar NPA í ljósi reynslu. Tekið skal fram að ekki hefur verið fallið frá því að lögfesta NPA sem þjónustuúrræði við fatlað fólk.

Sjá frétt á vef ráðuneytis.

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: