- Advertisement -

Nöturleg pólitík ríkisstjórnarflokkanna

„Ákvörðun allra þingmanna Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins þegar þeir felldu allir með tölu, tillögu Samfylkingarinnar um hækkun atvinnuleysisbóta síðastliðið vor, er ákvörðun um fátækt,“ skrifar Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar.

„Að ákveða að hlutskipti yfir 20 þúsund Íslendinga eigi að vera um 240 þús. kr. á mánuði í atvinnuástandi þar sem engin störf eru að verða til, er nöturleg pólitík. Í þessari frétt frá því í morgun er fjallað um fjölskyldur sem hafa ekki efni á fötum fyrir börnin sín og er m.a. vísað í bága stöðu atvinnulausra (sem aldrei hafa verið eins margir).“

Í eldhúsdagsræðu minni frá því í vor sagði ég:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Er ekki kominn tími til að breyta þessu?“

„Ísland getur verið land tækifæranna. En það er það ekki í dag, a.m.k. ekki fyrir alla. Á sama tíma og Rauði kross Íslands rak sérstakan sjóð sem heitir Sárafátæktarsjóður birtist blaðafyrirsögn hér um að lúxusbílasala á Íslandi sé á við olíuríki. Á sama tíma og 1% ríkustu Íslendinganna á meiri eignir en 80% landsmanna, búa 6.000 íslensk börn við fátækt. Og á sama tíma og einn útgerðarmaður gengur út með 22 milljarða í vasanum vegna nýtingar á sameiginlegri auðlind þjóðarinnar hafa veiðileyfagjöldin lækkað um helming.“

„Hvað er eiginlega í gangi hjá þingmönnum þessara þriggja flokka? Sem dæmi er eina skattalækkunin sem þessir þingmenn hafa keyrt í gegn á Covid tímanum, lækkun skatts hjá fyrirtækjum “sem kaupa stór skip.“

„Er ekki kominn tími til að breyta þessu?“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: