- Advertisement -

Norski Miðflokkurinn á kafi í íslenskum stjórnmálum

Mér var bent á að víst hafi ráðherrann verið spurður um fulltrúa norska Miðflokksins hér á landi, í Morgunvaktinni. Ætla að uppfæra eftir að hafa hlustað á þáttinn. Finn hann ekki á ruv.is. Er á Spáni er því að fara út í veðurblíðuna. Uppfæri þegar ég kem aftur að tölvunni.

Guðlaugur Þór Þórðarson sagði í tvígang í viðtali í Morgunvaktinni á rás 1 að fulltrúar norska Miðflokksins hér á landi vinni að því að grafa undan samningnum um evrópska efnahagssvæðisins, EES. Hann sagði flokkinn berjast fyrir að Noregur gengi úr EES.

Og utanríkisráðherrann segir blákalt að hér hafi norski flokkurinn sendiboða til að vinna að því sama. Hann skýrði mál sitt ekki betur og var reyndar ekki beðinn um það.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: