- Advertisement -

Noregur: Skipt um skoðun í svefni

Þetta heitir að skipta um skoðun í svefni.

Guðni Ölversson skrifar:

Komum stórra skemmtiferðaskipa til Óslóar hefur fjölgað til muna á undanförnum árum. Talið er að þeim muni fjölga um 40% til ársins 2034. Í ár er gert ráð fyrir að 122 skip komi til höfuðborgar konungsríkisins og með þeim 240 000 gestir. Höfnin í Filipstad, þar sem flest skipin leggjast að, annar þessum fjölda engan veginn. Þess vegna vinnur borgarstjórnin að bæta við þremur viðleguköntum til viðbótar þeim eina sem fyrir er.

Þú gætir haft áhuga á þessum

MDG, Umhverfisflokkurinn Græni er í meirihlutanum í borgarstjórninni. Þann 16. ágúst síðast liðinn lagði Hanna Marcussen, fulltrúi flokksins og formaður þróunarsviðs fram áætlun sína um stækkun hafnarinnar. Flestir fögnuðu því vel. Daginn eftir segir hún í viðtali við Dagbladet að hún vilji banna allar komur skemmtiferðaskipa til Óslóar. Þetta heitir að skipta um skoðun í svefni.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: