- Advertisement -

Norðurlöndin: Skattar lægstir á Íslandi

„Einn af forstöðumönnum Samtaka atvinnulífsins fullyrðir í pistli í Fréttablaðinu í gær að „skatttekjur hins opinbera sem hlutfall af landsframleiðslu séu þær 2-3 hæstu í heiminum“. Þessi söngur hefur oft heyrst áður úr þessari átt og er tilgangurinn ætíð sá að þrýsta sköttum niður og ekki síst á fyrirtækjum og fjármagnseigendum. Ég ákvað því að fletta þessu einfaldlega upp,“ skrifar Ágúst Ólafur Ágústsson.

„Samkvæmt lista hjá World Bank er Ísland í 29. sæti (Tax revenue, % of GDP) en ekki í 2.-3. sæti. Séu hins vegar gögn OECD skoðaðar sést að Ísland er í 13. sæti þegar kemur að hlutfalli skatta af landsframleiðslu. Annar listi, byggður á hægri hugveitunni Heritage Foundation, sýndi Ísland í 16. sæti.“

Ágúst Ólafur heldur áfram:

„Öll Norðurlöndin eru fyrir ofan okkar, sum talsvert, en einnig Belgía, Grikkland, Holland, Þýskaland, Frakkland, Ítalía og Lúxemborg sem er nú ekki þekkt fyrir háa skatta. Við erum á svipuðum stað og Slóvenía, Tékkland og Ungverjaland sem verða seint talin vera norræn velferðarríki.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það er fullkominn óþarfi að tala slíkt niður.

Að lokum er kannski ágætt að minna Samtök atvinnulífsins aftur á að það eru einmitt skattar sem eru núna að koma atvinnulífinu til mikillar aðstoðar. Það eru skattar sem fjármagna samgöngu- og fjarskiptakerfið sem atvinnulífið byggir starfsemi sína á. Og það eru skattar sem tryggja atvinnulífinu að langmestu leyti þá menntun, réttarvernd og heilbrigðisþjónustu sem það reiðir sig á.

Eitt sinn var sagt að skattar væru gjaldið sem við greiðum fyrir að búa í siðuðu samfélagi. Við það má bæta að einkaframtakið og atvinnulífið reiða sig á skatta, hvort sem það líkar betur eða verr. Það er fullkominn óþarfi að tala slíkt niður.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: