Fréttir

Norðmenn borga og Norðmenn ráða

By Miðjan

April 23, 2020

„Að mati grein­ar­höf­und­ar hafa Norðmenn hingað til kom­ist upp með RFM-stefnu sína, sem er fram­kvæmd grímu­laust og af ákafa, vegna þess að Nor­eg­ur er ekki aðeins öfl­ugt ríki held­ur borg­ar það líka brús­ann. Á tíma­bil­inu 2014-2021 hef­ur norska ríkið skuld­bundið sig til að leggja 2,8 millj­arða evra af mörk­um til verk­efna Evr­ópu­sam­bands­ins, eða 97,7% af öllu fjár­magni frá EES. Þetta er lík­lega ástæða þess að ESB hef­ur hingað til haldið sig til hlés. Sú staðreynd að fram­kvæmda­stjórn ESB hef­ur aldrei rætt neit­un Nor­egs í Sam­eig­in­legu EES-nefnd­inni um að koma á fót hæfn­is­nefnd til að meta um­sækj­end­ur um dóm­ara­embætti við EFTA-dóm­stól­inn verður aðeins skýrð í þessu ljósi.“

Þetta er ögn af grein sem Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins, skrifar og birt er í Mogganum í dag.

Skýring:  „Und­ir lok fyrsta ára­tug­ar þess­ar­ar ald­ar var sett fram í Ósló stefna sem kölluð hef­ur verið „Svig­rúm til mats“ (e. room for manoeuvre, RFM) og fól í sér að styðja með virk­um hætti við hags­muni Nor­egs á öll­um sviðum eins og fram­ast væri unnt.“