„Að mati greinarhöfundar hafa Norðmenn hingað til komist upp með RFM-stefnu sína, sem er framkvæmd grímulaust og af ákafa, vegna þess að Noregur er ekki aðeins öflugt ríki heldur borgar það líka brúsann. Á tímabilinu 2014-2021 hefur norska ríkið skuldbundið sig til að leggja 2,8 milljarða evra af mörkum til verkefna Evrópusambandsins, eða 97,7% af öllu fjármagni frá EES. Þetta er líklega ástæða þess að ESB hefur hingað til haldið sig til hlés. Sú staðreynd að framkvæmdastjórn ESB hefur aldrei rætt neitun Noregs í Sameiginlegu EES-nefndinni um að koma á fót hæfnisnefnd til að meta umsækjendur um dómaraembætti við EFTA-dómstólinn verður aðeins skýrð í þessu ljósi.“
Þetta er ögn af grein sem Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins, skrifar og birt er í Mogganum í dag.
Skýring: „Undir lok fyrsta áratugar þessarar aldar var sett fram í Ósló stefna sem kölluð hefur verið „Svigrúm til mats“ (e. room for manoeuvre, RFM) og fól í sér að styðja með virkum hætti við hagsmuni Noregs á öllum sviðum eins og framast væri unnt.“