Samfélag Hanna Birna Kristjánsdóttir virðist standa ein í lekamálinu. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og aðrir áhrifamenn innan flokksins hafa verið tregir til að lýsa yfir stuðningi við Hönnu Birnu vegna þessa máls.
Þetta bar á góma í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni í gærmorgun.
Finnst Hönnu Birnu ekki erfitt að enginn standi upp og styðji hana opinberlega?
„Nei, veistu að ég geri enga kröfu um slíkt.“
En hefði þér ekki þótt betra ef svo hefði verið?
„Ég held að flestum þyki þetta svo mikill stormur í vatnsglasi og árásirnar svo ómaklegar og málið svo ótrúlega ómálefnalegt í alla staði og að það sé löngu komið frá því sem það snérist um. Þess vegna hafi fólki þótt þetta erfitt mál til að fara inn í. Ég hef deilt þessu með samráðherrum mínum, ég hef deilt því með þingmönnum og með þeim sem næst mér standa. Ég hef fengið ítrekaðar hótanir, ég hef fengið morðhótanir. Þetta er öryggismál. Ég hvet engann til að vinda sér inn í þennan hring. Mér finnst nóg að ég standi í þessu.“
Getur verið, þegar hún á í þessum vanda, að hún gjaldi þess að hafa boðið sig fram til formanns, freistað þess að fella Bjarna Benediktsson úr formannsstóli.
„Ég veit það ekki. Það er ekkert í samskiptum okkar Bjarna sem veldur vandræðum. Við þekktumst vel fyrir og við ræddum þessi mál alltaf okkar á milli. Bjarni er þannig gerður maður að það er ekkert mál að vera ósammála honum, í einhvern tíma, eða vinna með honum. Hann er allra besti samstarfsmaður og milli okkar er traust. Það getur vel verið að einhverjum hafi þótt ég gera þetta eitthvað glannalega, ég átta mig ekki á því.“
Í síðustu viku lásu 69.712 Miðjuna.