Níu flokkar á þingi
Gunnar Smári skrifar:
Með hefðbundinni útdeilingu þingsæta ættu Sósíalistar að fá þrjá menn kjörna út á þessi 5%, alveg eins og Flokkur fólksins. Svo virðist sem Ríkisútvarpið og/eða Gallup noti þarna einhver milliprómill til að skilja á milli flokkanna. En við skulum halda okkur við hefðina.
Samkvæmt þeim tölum sem finna má í fréttinni skiptist þingheimur svona ef þetta yrðu niðurstöður kosninga (innan sviga breyting frá núverandi þingi, þ.e. eftir flokkaflakk fjögurra þingmanna):
Ríkisstjórnin:
- Sjálfstæðisflokkur: 15 þingmenn (–1)
- VG: 8 þingmenn (–1)
- Framsókn: 7 þingmenn (–1)
- Ríkisstjórnin alls: 30 þingmenn (–3)
Stjórnarandstaða á þingi:
- Samfylkingin: 8 þingmenn (óbreytt)
- Píratar: 7 þingmenn (óbreytt)
- Viðreisn: 6 þingmenn (+2)
- Miðflokkur: 6 þingmenn (–3)
- Flokkur fólksins: 3 þingmenn (+1)
- Stjórnarandstaða á þingi alls: 30 þingmenn (óbreytt)
Stjórnarandstaða utan þings:
- Sósíalistaflokkurinn: 3 þingmenn (+3)
Aðrir flokkar, þar með Lýðræðislegi frelsisflokkur Guðmundar Franklín og nú Glúms Baldvinsson, mælast samanlagt með 0,4% fylgi í þessari könnun.
Breytingar frá febrúarkönnun Gallup eru þær að Miðflokkurinn braggast en Samfylkingin tapar og hefur ekki mælst með minna fylgi á þessu kjörtímabili. Fylgisbreytingar annarra flokka eru innan skekkjumarka.
Breytingar á kjörtímabilinu öllu eru þessar:
Þessir bæta við sig:
- Sósíalistaflokkurinn: +5,0 prósentustig
- Viðreisn: +2,8 prósentustig
- Píratar: +2,3 prósentustig
Þessir eru innan skekkjumarka:
- Samfylkingin: +0,6 prósentustig
- Framsókn: +0,4 prósentustig
Þessir tapa fylgi:
- Miðflokkurinn: –1,4 prósentustig
- Flokkur fólksins: –1,9 prósentustig
- Sjálfstæðisflokkurinn: –2,2 prósentustig
- VG: –4,6 prósentustig
Það er vonlaust að ætla að finna ríkisstjórn út úr þessu, enda lítill tilgangur í slíku út frá könnun svona langt frá kosningum. Það er meira að segja erfitt að lesa út úr fylgisbreytingunum. Burðarflokkar ríkisstjórnarinnar hafa tapað fylgi en stjórnarandstaðan virðist ekki vera a ná sér á flug. Ef við skoðum tímann frá áramótum hefur ekki annað gerst en að Samfylkingin hefur tapað fylgi en Framsókn styrkst og Sósíalistar braggast. Aðrir flokkar eru svo til með sama fylgi og í árslok.