- Advertisement -

Nítján verslunum lokað á fáum vikum

Kolbrún Baldursdóttir.

„Ekkert samráð hefur verið haft við þá hvorki nú né undanfarin ár,“ segir í bókun Kolbrúnar Baldursdóttur í borgarráði, þegar var fjallað um breytingarnar á Laugavegi, þar sem verður göngugata. Kolbrún segir afleiðingarnar af breytinum margs konar.

„Hafa skal í huga að hjá þeim 247 rekstraraðilum sem skrifuðu undir mótmæli við göngugötum vinna 1.870 manns. Þeirra lífsviðurværi er líka í hættu. Frá febrúar 2019 hafa 16 verslanir lokað,“ segir Kolbrún.

„Ef göngugötur að eiga að vera skulu þær vera á forsendum rekstraraðila og annarra hagsmunasamtaka og einnig vera gerðar í samráði við alla borgarbúa. Miðbærinn er okkar allra,“ segir hún.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Kolbrún benti á að enginn frá borginni hafi haft áhuga á að ræða mótmæli 247 rekstraraðila (90%) og þá staðreynd að ekkert samráð hefur verið haft við þá hvorki nú né undanfarin ár.

„Öryrkjabandalagið telur einnig að ekki hafi verið haft samráð við þá af einhverri alvöru. Ef fundir verkefnastjórnar miðborgarmála eru eins einhliða og fundargerðir þeirra sýna er ljóst að allt sem kallast lýðræði hefur verið varpað fyrir róða. Þessi vinnubrögð eru með öllu óásættanleg og krefst borgarfulltrúi Flokks fólksins að verkefnastjórn miðborgarmála bjóði umsvifalaust Miðbæjarfélaginu á fund og Öryrkjabandalaginu.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: