- Advertisement -

Niðurstaða kosninganna er augljós

Leiðari Stjórnarandstaðan er sigurvegari kosninganna. Þrátt fyrir að tveir nýir flokkar hafi fengið kjörna þingmenn, náði stjórnarandstaðan meirihluta í þinginu. Það er því hennar að taka við stjórn landsins.

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur þarf ekki að rata í sama öngstræti og ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar gerði. Fáir eða engir búast við skandölum vegna Katrínar, Loga, Sigurðar Inga eða Helga Hrafns. Þau eru upp til hópa venjulegt fólk og eflaust með hreina samvisku. Hafa trúlega ekkert að fela.

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur verður umfram annað að skapa traust milli stjórnmálanna og almennings. Katrín er líklegust til að vera í fararbroddi í því verkefni. Ríkisstjórn Katrínar verður að ráðast í brýnustu verkefni og geyma þau sem geta valdið ágreiningi milli flokkanna. Gera sáttmála til tveggja ára. Það er ekkert að því að setjast niður á miðju kjörtímabili og sjá hver stemning verður þá til að fjalla um erfiðari mál. Umfram allt verður ríkisstjórnin að sitja í fjögur ár. Það er nóg komið af hinu.

Forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar verður að fá fólk til að hafa trú á stjórnmálunum. Ríkisstjórn Katrínar hefur 49 prósenta fylgi, 32 þingmenn af 63 og ekkert mælir á móti því að hún taki við innan fárra daga.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sá er vilji þjóðarinnar.

Sigurjón M. Egilsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: