- Advertisement -

Niður með láglaunastefnu Reykjavíkur

Gunnar Smári skrifar:

Reykjavíkurborg, sem er félag okkar borgarbúa, er stærsti láglaunavinnustaður landsins. Leikskólar, grunnskólar og aðrar grunnstoðir borgarsamfélagsins eru keyrðar áfram af láglaunafólki, sem fær svo lág laun fyrir vinnu sína að þau duga ekki fyrir framfærslu. Fólkið þarf að velja á milli þess að svelta síðustu daga mánaðarins eða vera í tveimur, þremur vinnum. Auk þess að ráða fólk til starfa á lægstu launum hefur Reykjavíkurborg útvistað störfum til undirverktaka, sem greiða starfsfólki sínu lægstu laun. Fólkið með lægstu tekjurnar innan Reykjavíkurborgar fær því ekki aðeins lakari laun en annað starfsfólk, heldur hefur veikari réttindi og býr við minna öryggi. Innan Reykjavíkurborgar og stofnana hennar grasserar því skaðleg stéttaskipting. Æðsti embættismaður borgarinnar, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, er með rúmlega sjöföld laun á við það sem lægst launaða fólkið fær hjá borginni og hefur auk þess ýmiss hlunnindi sem venjulegu verkafólki dreymir ekki um. Láglaunastefnan magnar þannig upp óeðlilegan stéttamun og óþolandi aðgreiningu milli fólks á vinnustöðum borgarinnar og grefur undan siðferðinu í borginni. Forsenda þess að hægt sé að byggja upp gott samfélag í Reykjavík er að láglaunastefnan gagnvart verkafólki verði lögð niður.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: