- Advertisement -

Neytendur rísa upp

Ef launafólk þarf að mæta fyrirtækjaeigendum eitt og án samstöðu félaga sinna þá níðast eigendur fyrirtækja á launafólki.

Gunnar Smári skrifar: Það er alvarlegur lýðræðishalli á Íslandi. Á meðan fyrirtækjaeigendur reka öfluga hagsmunagæslu, semja lög sem ráðherrar leggja fram, veita Alþingi umsagnir, reka stífan áróður gagnvart almenningi í gegnum fjölmiðla og eiga og reka sjálfir fjölmiðlar eru hagsmunasamtök almennings veik. Verkalýðsfélögin eru reyndar fjársterk en þau hafa verið hrakin að mestu út í horn, umboð þeirra véfengt til að ræða aðra annað en kaup og kjör. Neytendasamtökin eru í umfangi vart meira en eitt horn af Viðskiptaráði og þótt FÍB, Samtökum leigjenda og Hagsmunasamtökum heimilanna sé bætt við þá slaga þessi samtök almennings sem neytenda, leigjenda og skuldara ekki einu sinni upp í Viðskiptaráð eitt og sér.

Borgartún 35. Þar starfa helstu lobbýistar fyrirtækja landsins. „En eigendur fyrirtækja hafa skipulagt sig í miklu fleiri hagsmunasamtökum.“

En eigendur fyrirtækja hafa skipulagt sig í miklu fleiri hagsmunasamtökum. Svo fáein séu nefnd: Bílgreinasambandið, Bændasamtök Íslands, Frumtök, samtök framleiðenda frumlyfja, Landssamtök lífeyrissjóða, Samband garðyrkjubænda, Samorka – Samtök orku- og veitufyrirtækja, Samtök atvinnurekenda, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu.

Á móti þessu afli, á móti stjórnsýslunni sem ætíð leitar til hagsmunasamtaka fyrirtækja en sárasjaldan til almennings, á móti slagsíðu meginstraumsfjölmiðla sem hleypa í gegnum sig hagsmunum hinna fáu (fyrirtækjaeigenda) en skoða fá mál út frá hagsmunum hinna mörgu (almennings, neytenda) og gegn stjórnmálum sem ætíð setja hagsmuni eigenda fyrirtækja fremst standa veik samtök almennings sem mega sín lítils.

 

Þú gætir haft áhuga á þessum
„Það er því ekki aðeins krafa neytenda að byggja upp öflug Neytendasamtök til að verja neytendur heldur líka til að verja lýðræðið og heilbrigði samfélagsins.“

Það er því ekki aðeins krafa neytenda að byggja upp öflug Neytendasamtök til að verja neytendur heldur líka til að verja lýðræðið og heilbrigði samfélagsins. Ef samfélagið á að virka, að ekki sé talað um hinn svokallaða frjálsa markað, verða neytendur að sameinast og gæta hagsmuna sinna, flytja erindi sitt á kröftugan hátt innan stjórnmála og fjölmiðla og forða því að hér séu allar ákvarðanir teknar út frá hagsmunum hinna fáu, eigenda fyrirtækja. Það eru ólíkir hagsmunir sem takast á á mörkuðum, það er alls ekki svo að hagsmunir hinna fáu séu á endanum hagsmunir fjöldans.

Vinnumarkaður gengur ekki án öflugra verkalýðsfélaga. Ef launafólk þarf að mæta fyrirtækjaeigendum eitt og án samstöðu félaga sinna þá níðast eigendur fyrirtækja á launafólki. Við þekkjum þetta úr sögunni ig við verðum vitni á þessu í dag; eigendur fyrirtækja níðast á innflytjendum sem þekkja ekki til verndar verkalýðsfélaga. Það sama á við um neytendamarkað, lánamarkað, leigumarkað. Ef þessi fyrirbrigði eiga að virka öðruvísi en sem einstefna fyrir hina sterku og ríku þá verður samfélagið að byggja upp öflug hagsmunasamtök neytenda, skuldara, leigjenda. Og almenningur á ekki aðeins að ganga í sín hagsmunafélög heldur gera kröfu um að hluti veltu á þessum mörkuðum sé varið til að byggja upp sterk samtök um almannahag, hag hinna mörgu gegn hag hinna fáu.

Ef þessi fyrirbrigði eiga að virka öðruvísi en sem einstefna fyrir hina sterku og ríku þá verður samfélagið að byggja upp öflug hagsmunasamtök neytenda, skuldara, leigjenda.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: