Stjórnmál

Neytendur: Beitið öllum úrræðum

By Miðjan

December 03, 2015

Neytendavaktin Neytendasamtökin hafa, sem margir aðrir, áhyggjur af því sem kemur fram í frummatsskýrslu Samkeppnisstofnunar, um eldsneytismarkaðinn.

„Niðurstaða frummatsins eru vonbrigði og Neytendasamtökin vona að Samkeppniseftirlitið beiti öllum mögulegum úrræðum til að koma skikki á þennan markað sem myndi skila sér í sanngjörnu verði á eldsneyti til neytenda. Jafnframt skal á það minnt að það hefur verið mat samtakanna síðan verðlag var gefið frjálst að ef eðlileg samkeppni er ekki á viðkomandi markaði sé gripið til nauðsynlegra úrræða. Ef markaðurinn skilar ekki þeim ávinningi sem til er ætlast þegar verðlagning er frjáls, og vægari úrræði duga ekki, eiga stjórnvöld að gefa út fyrirmæli um hámarksverð eða hámarksálagningu,“ segja Neytendasamtökin.

Sjá nánar hér.