„Lýsi ég yfir miklum vonbrigðum varðandi það að tillaga áheyrnafulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um að borgin komi tafarlaust á fót neyðarhúsnæðisúrræðum fyrir heimilislausa og/eða utangarðs einstaklinga sem eru án heimilis, hafi verið vísað í annað ráð vegna meirihlutaatkvæða frá svokölluðum meirihluta,“ bókaði Sanna Magdalena Mörtudóttir, borggarfulltrúi Sósíalistaflokksins, vegna afdrifa tillögu hennar um nú þegar yrðu fundin neyðarúrræði fyrir heimilslaust fólk.
Sanna sagði: „Neyðin er núna og tafarlaust þarf að bregðast við aðstæðum en slíkt getur ekki farið fram þegar tillögunni er vísað áfram í annað ráð. Tillagan skýrði frá því að vegna bráðvanda í húsnæðismálum yrði að koma þessu neyðarúrræði tafarlaust á.“