- Advertisement -

Neyðarkall frá fólki – gerið eitthvað!

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sagði þetta á Alþingi í vikunni sem leið:

„Það góða við að vera þingmaður á Íslandi er að við erum mjög ínáanleg. Fólk sendir okkur pósta, fólk sendir okkur skilaboð. Ég fæ reglulega þessi skilaboð: Dóttir mín er kennari, maðurinn hennar er rafvirki. Þau voru að kaupa sína fyrstu íbúð. Greiðslubyrðin jókst úr 190.000 kr. á mánuði í 380.000 kr. Þetta er millistéttin. Hvað er ríkisstjórnin, elsku Þorgerður, að gera fyrir okkur? Ég get ekki svarað því. Þetta var líka löngu fyrir Grindavík.“

Þarna benti formaður Viðreisnar á stöðu þúsunda fjölskyldna. Fólk hefur miklar áhyggjur. Sem fer illa með alla sem sitja í súpunni vegna slakrar efnahagsstjórnar á Íslandi.

„Í guðanna bænum, segið mér að það sé hægt að stjórna landinu og senda þessu fólki — sem er um allt land og er að senda okkur þingmönnum skilaboðin: Farið að gera eitthvað. Þessum skilaboðum vil ég beina áfram til ríkisstjórnarinnar og segja við ykkur og biðla til ykkar: Farið að sinna þessum hópi. Verðbólgan er að verða viðvarandi. Við sjáum ekki fram á lækkun vaxta í náinni framtíð. Þetta er verkefni ríkisstjórnarinnar sem skilaði hlutlausum fjárlögum, ekki fjárlögum til að styðja við Seðlabankann og þessar fjölskyldur í landinu, hlutlausum. Hún skilaði núlli,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: