- Advertisement -

Nenni ekki þessum pólitíska leik

- Þorsteinn Víglundsson ósáttur með hvernig jafnréttismál eru notuð til að koma höggi á andstæðinga í pólitík.

„Það er einfaldlega pólitískur leikur sem ég nenni ekki að taka þátt í,“ sagði Þorsteinn Víglunndsson jafnréttisráðherra, þegar Oddný Harðardóttir leitaði álits hans á stöðu Bjarna Benediktssonar vegna brota hans á jafnréttislögum.

Sem kunnugt er vildi Bjarni að Jóhanna Sigurðardóttir segði af sér sem forsætisráðherra eftir að hún braut jafnréttislög. „. Núverandi ráðherra Viðreisnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, fór einnig mikinn í umræðunum á sínum tíma og staðhæfði að ráðherra sem fengi slíkan úrskurð væri í djúpum skít, eins og hún orðaði það þá,“ sagði Oddný.

Við upprifjuninni sagði Þorsteinn: „Mér fannst þetta vera mikill pólitískur leikur á sínum tíma þegar þessi umræða fór af stað.“

„Nú heyrist hins vegar ekkert í hæstvirtum sjávarútvegsráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, þótt slíkt brot hafi framið fyrrverandi samflokksmaður hennar og náinn samstarfsmaður. Og nú situr Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í ríkisstjórn sem kveðst leggja sérstaka áherslu á jafnréttismálin,“ sagði Oddný.

Hún spurði Þorstein hvort hann sé sáttur við að „…jafnréttislög séu nýtilegt til að beita í pólitískum tilgangi, til að berja á andstæðingum? Eða getum við tryggt að það nýtist til þess m.a. að tryggja jafnrétti í Stjórnarráðinu?“

„Ég ítreka enn og aftur í svari mínu við fyrirspurn hv. þingmanns að tækið er ekki til að koma pólitísku höggi á andstæðinga heldur tryggja jafnrétti innan stjórnsýslunnar og á vinnumarkaði almennt. Nú eru þingmenn stjórnarandstöðu sem áður vörðu brot á jafnréttislögum að gagnrýna og krefjast afsagnar. Staðan var öfug aðrir voru í forystu. Það er einfaldlega pólitískur leikur sem ég nenni ekki að taka þátt í,“ svaraði Þorsteinn Víglundsson.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: