- Advertisement -

Nenni ekki að hlusta á þetta

Logi Einarsson átti orðaskiptum við Guðmund Inga Guðbrandsson umhverfisráðherra um hvalveiðar. Ráðherra sagðist ekki skipta sér af því hverju þingmaðurinn nennir og hverju ekki.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, spurði Guðmund Inga Guðbrandsson umhverfisráðherra hvort eitthvað hafi breyst í stefnu Vinstri grænna varðandi friðun hvala. „Ef ekkert hefur breyst, hvernig hefur flokkurinn þá beitt sér í ríkisstjórn? Og ef eitthvað hefur breyst, hvaða ný rök vill hæstv. ráðherra telja upp sem mæla með hvalveiðum á Íslandi,“ spurði Logi.

Guðmundur sagði komandi veiðar byggja á ákvörðun sem gildi út þetta ár.

„Hvað varðar ríkisstjórnina og áframhald á veiðum þá er það nokkuð sem engin ákvörðun hefur verið tekin um, en búið er að ákveða að ráðast í úttekt á því hvaða áhrif veiðarnar hafa efnahagslega á atvinnuvegi, fleiri en bara þann sem hér um ræðir,“ svaraði ráðherra.

Logi: „Samráð. Úttekt. Heilsteypt. Ég er að verða bara býsna leiður á þessu. Ég spyr: Hyggst ríkisstjórnin grípa til aðgerða til að stöðva og hindra að þessar veiðar fari af stað aftur? Vegna þess að það getur hún.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Logi sagði einnig: „Ég nenni ekki að sitja hérna og hlusta á „samráð“, „heilsteypt“, eða „sitja í nefnd“. Ríkisstjórnin hefur þetta í höndum sínum.“

Guðmundur Ingi svaraði Loga: „Ég ætla ekki að skipta mér af því hvort hann nennir að sitja undir þessu eða ekki, það verður að vera undir honum sjálfum komið.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: