Gunnar Smári skrifar:
Þetta er rúmum mánuði of seint til að geta fjallað um kórónavírusinn, áhrif hans á samfélagið, nauðsyn samstöðu og lokun samfélagsins. Erna Solberg var með slíkt ávarp 16. mars, Angela Markel 18. mars, svo dæmi séu tekin. Þetta hlýtur þá að vera Guð blessi Íslands-ávarp komandi kreppu og hruns, tilkynning um að ríkið sé að taka yfir Icelandair og önnur mikilvæg fyrirtæki, sett hafi verið neyðarlög og gjaldeyrishöft, og svo í lokin smá rafstuð svo landsmanna átti sig á að það sem var sé horfið og dökkir og þungir tímar fram undan. Og ljós einhvers staðar langt langt í burtu. Nema Katrín sé að slíta ríkisstjórn, rjúfa þing og boða kosningar. Eða hver getur verið ástæða þess að Katrín ávarpar þjóðina 47 dögum eftir að Ernu Solberg gerði það, ekki ætlar hún að koma loksins með ávarpið sem hún hefði átt að flytja um miðjan mars? Nei, fjandakornið.