- Advertisement -

Neikvætt skipulag í Reykjavík

Samfélag Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra skrifar á Facebook vegna hvernig komið er fyrir mörgum eldri húsum í Reykjavík.

Hann segir slökkviliðið hafa staðið sig vel við að skrá yfirgefin hús í miðbæ Reykjavíkur og loka þeim. „Hins vegar mun þetta vandamál ekki hverfa á meðan rekin er skipulagsstefna sem myndar sterkan hvata til að láta hús drabbast niður og eyðileggjast í stað þess að mynda hvata til að gera hús upp og fegra umhverfið. Ímyndið ykkur tvö gömul hús hlið við hlið. Annað er gert upp með ærnum tilkostnaði fyrir eigandann. Hitt er látið eyðileggjast þar til borgaryfirvöld telja best að leyfa niðurrif (eða það verður eldi að bráð). Í framhaldinu er útdeilt byggingarrétti sem fjórfaldar byggingarmagn á lóðinni. Nýja stóra húsið skyggir á litla gamla húsið og rýrir verðmæti þess. Afleiðingin er mjög sterkur neikvæður hvati. Hlutverk stjórnvalda er að búa til jákvæða hvata.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: