Greinar

Nei, Vigdís er ekki fyrirmynd mín

By Miðjan

April 15, 2020

Rakst á þessi skrif Sigríðar Á. Andersen:

„Nei, Vigdís er ekki fyrirmynd mín. Ekki frekar en nokkur annar.

Ég hef aldrei almennilega skilið þrálátar spurningar lífstílsfréttamanna um fyrirmyndir og enn síður svör manna við slíkum spurningum. Og ég hef eiginlega bara ekkert skilið í sjálfri mér fyrir þetta skilningsleysi. Þar til ég las svar Vigdísar Finnbogadóttur við einmitt þessari spurningu í Fréttablaðinu í vikunni.

,,Það var ekki til í mínum uppvexti að eiga fyrirmyndir. Það var aldrei talað um slíkt enda kemur fyrirbærið ,,role model” að utan. Ég ætlaði aldrei að verða eins og einhver, ég ætlaði bara að vera ég sjálf,” sagði hún sem átti svo ljómandi farsælan feril sem forseti Íslands.

Takk Vigdís.“