- Advertisement -

Nei, Ari Trausti – svona heimsk­ur ert þú ekki

Þessi mál­flutn­ing­ur er ekki þér sam­boðinn held­ur í hæsta máta ámæl­is­verður.

Sighvatur Björgvinsson.

Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, virðist gáttaður á framgöngu Ara Trausta Guðmundssonar í Silfrinu á sunnudaginn var. Þar var rætt um mál Guðjóns Skarphéðinssonar og ríkislögmanns. Ari Trausti sagði þar ríkislögmann vera sjálfstæðan í störfum sínum. Ámóta og ríkisendurskoðanda.

„Nei, Ari Trausti – svona heimsk­ur ert þú ekki,“ skrifar Sighvatur í Moggagrein. „En svona heimsk­an læt­ur póli­tísk afstaða þín til þeirra, sem málið mestu varðar, þig líta út fyr­ir að vera. Í hæsta máta er eðli­legt og sjálfsagt í máli eins og hér um ræðir að dóm­stóll sé feng­inn til þess að skera úr um hvað rétt sé og sann­gjarnt. Rík­is­lögmaður, full­trúi rík­is­valds­ins á þeim vett­vangi, er ekki nauðbeygður til þess að krefjast þess, eins og hann ger­ir, að sá, sem leit­ar þar rétt­ar síns, eigi að vera rétt­laus með öllu. Það ger­ir hann í nafni rík­is­valds­ins og auðvitað ekki nema þeir, sem hann starfar fyr­ir – í þessu til­viki for­sæt­is­ráðherra og for­sæt­is­ráðuneytið – láti slíkt a.m.k. óátalið ef ekki stutt. Ég varð bæði ger­sam­lega hlessa en jafn­framt miður mín eft­ir að hafa hlustað á viðtalið við þig í Silfr­inu. Mér leið líkt og ég væri að end­ur­hlusta á rök­semd­ir margra þáver­andi trúbræðra þinna þegar á dag­skrá var inn­rás­in í Ung­verja­land eða áður þekkt­ir at­b­urðir á þeirra tíma átaka­vett­vangi. Sama hugs­un, sams kon­ar „rök“. Þessi mál­flutn­ing­ur er ekki þér sam­boðinn held­ur í hæsta máta ámæl­is­verður.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sighvatur tekur dæmi: „Er þá að þínum dómi málsvörn, t.d. rík­is­lög­manns fyr­ir Mann­rétt­inda­dóm­stóli Evr­ópu vegna skip­un­ar dóm­ara í Lands­rétt, hans eig­in ákvörðun, að hans eig­in frum­kvæði og á skjöni við vilja og álit dóms­málaráðuneyt­is og ráðherra? Og vörn rík­is­lög­manns fyr­ir Hæsta­rétti vegna kjöt­inn­flutn­ings­máls­ins þvert á álit og vilja land­búnaðarráðherra? Allt bara að frum­kvæði, mati og áliti rík­is­lög­manns sjálfs?“

Grein Sighvatar í Mogganum er mun lengri.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: