- Advertisement -

Nefndin hefur ekki lokið störfum

Guðmundur Ingi: „Ef einstaklingar telja sig geta gert þetta og vilja gera það, eiga þá Sjúkratryggingar Íslands að neita?“

Guðmundur Ingi Kristinsson beindi orðum sínum til Svandísar Svavarsdóttur á Alþingi í gær vegna neitunar Sjúkratrygginga þar sem óskað var eftir styrk til að kaupa nauðsynlega hluti:

„Við erum að tala um „bluetooth“-mús fyrir R-net og X-grip spjaldtölvu fyrir rafmagnsstóla. Þetta er fyrir fólk sem er virkilega fatlað, er til að mynda fætt með fötlun. Þetta er ungt fólk sem vill bjarga sér sjálft, vill geta skrifað undir. Það fer út í búð og vill geta skrifað undir sjálft þegar það notar greiðslukort. Það vill sjálft geta kvittað hjá sjúkraþjálfara. Það vill ekki fá aðstoð við alla þá hluti.“

„Ég segi fyrir mitt leyti: Ef einstaklingar telja sig geta gert þetta og vilja gera það, eiga þá Sjúkratryggingar Íslands að neita? Við eigum að hvetja fólk til að bjarga sér sjálft. Ég held að við séum alveg sammála um það. Ég vona a.m.k. að ráðherra sjái til þess að svona hlutir verði sjálfsagðir.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Svandís sagðist langa sérstaklega til að svara fyrirspurn Guðmundar Inga með því að segja að eftir að hún settist í stól ráðherra hafi hún sett í gang vinnu undir forystu Steinunnar Þóru Árnadóttur og með aðkomu Öryrkjabandalagsins, Þroskahjálpar og fleiri aðila til að fara ofan í kjölinn á hjálpartækjamálunum öllum. „Sá málaflokkur hefur beðið og hefur verið settur til hliðar, þ.e. hann hefur ekki beinlínis verið á dagskrá um langt árabil. Þar er ekki síst mikilvægt að horfa einmitt til þessara tæknibreytinga sem við sjáum í dag og hvernig við þurfum í raun og veru að uppfæra til nútímans samspilið við Sjúkratryggingar Íslands, greiðsluþátttöku o.s.frv.“

En staðan er þá hver: „Nefndin hefur ekki lokið störfum…“

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: