Neytendur Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir, í Markaðnum í dag, að fyrirsjáanlegt hafi verið að nautakjöt myndi hækka í kjölfar smjörskortsins undir lok síðasta árs.
Hann segir afleiðingarnar verða þær, meðal annars, að þegar „…verðbólgan er þrjú prósent er ólíðandi að úrelt landbúnaðarkerfi geti sent svona reikning til heimilanna án þess að hægt sé að bregðast við,“ segir Finnur og kveður eðlilegt að innflutningur sé gefinn frjáls og án tolla í ástandi sem þessu. „Engin rök eru fyrir því að heimilin séu látin greiða hærra verð vegna vöruskorts árið 2014.“
Það nautakjöt sem er notað, (ungnaut í fyrsta flokki, UN 1 A), hafi hækkað um rúm tuttugu prósent frá því í ágúst í fyrra.
Í viðtalinu segir finnur; „…gangslaust fyrir Alþingi að þykjast vera að vinna að einhverri lausn á húsnæðisvanda heimilanna á meðan þetta kerfi er við lýði sem viðheldur verðbólgunni og étur upp ávinninginn af þessum aðgerðum.“
Markaðurinn visar til samantektar sem Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, vann fyrir blaðið kemur fram að verðtryggðar skuldir heimila séu um 1.700 milljarðar króna. Frá desember 2010 hafi verð nautakjöts hækkað um 30 prósent, á meðan heildarhækkun kjötverðs hafi verið 20 prósent. Vægi nautakjöts sé hins vegar 0,39 prósent af vísitölu neysluverðs. Því megi segja að hækkun nautakjöts umfram vísitölu neysluverðs hafi hækkað verðtryggðar skuldir heimila um 900 milljónir króna, miðað við stöðuna í síðasta mánuði.