Náum kvótanum úr heimi braskaranna
Ögmundur Jónasson, fyrrum ráðherra á vegum Vinstri grænna, rekur í Moggagrein hvernig kvótakerfið og frjálsa framsalið hefur leikið byggðarlög um mismunað útgerðum og okkur öllum. Afleiðingarnar blasa við alls staðar og alltaf.
Ögmundur segir í lok greinarinnar:
„Nú þarf að rétta af þessa skekkju sem kvótakerfið innleiddi með framsali sínu og veðsetningu bjögun byggðanna og misskiptingu auðæfanna. Nú þarf að ná kvótanum til baka. Við þurfum að gera Ísland heilt á ný. Það gerum við með því að ná kvótanum út úr heimi braskaranna, þannig að lögin um eignarhald þjóðarinnar á nytjastofnum á Íslandsmiðum verði ekki bara orðin tóm. Þetta þarf að verða mál málanna á nýbyrjuðu ári.“