Fréttir

Nátttröll í Sjálfstæðisflokki Bjarna

By Miðjan

August 05, 2020

„Ég sé því ekki betur, en Óli Björn Kárason undirritaður og vafalaust margt annað Sjálfstæðisfólk séum orðin eins og nátttröll í flokki, sem var flokkur einstaklingshyggjunnar. Hvað sem því líður, þá er ég ekki tilbúinn til að víkja frá þeirri stefnu í pólitík, sem mótast af því. „að hver sé sinnar gæfu smiður“ og „sinna verka skuli hver njóta“. Slíkt gerist ekki nema ríkisvaldið hafi sem minnst afskipti af borgurum þessa lands.“

Þannig skrifar Jón Magnússon, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og áður formaður SUS, um þá stöðu sem uppi er í flokknum.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, fær væna sneið í gagnrýniskrifum Jóns:

„Stefnumótun fjármálaráðherra nú sýnir að það hefur orðið 180 gráðu stefnubreyting hjá Sjálfstæðisflokknum, Talið er vænlegast til árangurs og varnar gegn þjóðarvá að stækka ríkisbáknið hlutfallslega með því að spara ekkert og með auknum fjárfestingum hins opinbera, en með þeim hætti verði störfin varin.“

Hafi þetta ekki þótt nóg er af meiru að taka:

„Það er dapurlegt, að formaður þess stjórnmálaflokks, sem hafði það einu sinni á stefnuskrá sinni að draga úr ríkisútgjöldum, bruðli og sóun í ríkisrekstrinum en hlúa að frjálsu framtaki skuli ekki sjá neina leið til að spara ogdraga saman  m.a. með því að lækka ofurlaun íslenska stjórnunaraðalsins. Þá er slæmt, að ekki skuli  vera til í orðabók ríkisstjórnarinnar, að lækka skatta til að stuðla að nýsköpun og fleiri störfum.“

Sjá nánar hér:

https://jonmagnusson.blog.is/blog/jonmagnusson/entry/2253058/?fb=1&fbclid=IwAR0v7bGzSNCFRE8ZbdiIINw4yJG249bdaCnBhOiik6kSQg1VjBFtIP9sjrg