Namibísku sjómennirnir sem Samherji og félagar ráku til að ráða ódýrara starfsfólk hafa fengið dæmdar bætur ásamt öðru starfsfólki sem Samherji braut gegn. Sjómennirnir fá allt upp í 157 þúsund namibíska dollar hver, sem eru tæplega 1,4 m.kr en að teknu tilliti til ólíks verðlags í Namibíu og á Íslandi ígildi um 26 m.kr. Heildarbæturnar eru 1,8 milljón namibískra dollara sem gera 15,7 m.kr, sem aftur má meta á yfir 300 m.kr. að teknu tilliti til verðlags.Það er gott að fólk sem hefur orðið fyrir barðinu á Samherja fái bætur. Kannski kemur röðin einhvern tímann að Íslendingum.