- Advertisement -

Namibía er þróaðra lýðræðisríki en Ísland

Til að losna út úr þessu ástandi þarf alþýðubyltingu á Íslandi.

Gunnar Smári.

Gunnar Smári skrifar:

Namibíumenn settu sér sína eigin stjórnarskrá, sem skrifuð var af stjórnlagaþingi, áður en landið fékk sjálfstæði. Þeir eru að því leyti þróaðra lýðræðisríki en Ísland. Þrettán árum eftir sjálfstæði, árið 2003, bjuggu namibísk stjórnvöld til sjálfstæða stofnun, Framkvæmdaráð til varnar spillingu, til að vinna gegn spillingu innan stjórnsýslu, í stjórnmálum og í fyrirtækjarekstri. Þetta hafa Íslendingar ekki enn gert, þeir eru að þessu leiti líka, og mörgum öðrum, með mun veikara lýðræðiskerfi en Namibíumenn. Þetta birtist í viðbrögðum við Samherja-hneykslinu. Á Íslandi stökkva stjórnvöld í vörn fyrir hin fáu ríku, spilltu og valdamiklu á meðan namibísk stjórnvöld hafa farveg fyrir svona spillingarmál sem leiðir til brottreksturs, handtöku og annarra aðgerða sem bera með sér alvarleika málsins. Íslenska lýðveldið getur ekki tekið á spillingu, það er smíðað í kringum þau sem eru spilltust, aðlagað að þeirra þörfum og hagsmunum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það er vandi ríkja sem áður heyrðu undir erlent vald að innlendir aðilar eru oft fljótir efir sjálfstæði að renna sér inn í tómið sem hið erlenda vald skildi eftir. Þessu valdi fylgir án undantekninga fyrirlitning á alþýðunni, hið erlenda vald leit ekki aðeins niður á hana í stéttarlegu tilliti heldur sem aðra tegund af manneskjum, fullt fordóma. Hin nýja innlenda yfirstétt yfirtekur þessa fordóma gagnvart alþýðu manna og kúgar hana eins og væri hún önnur tegund sem ekki á neinn rétt gagnvart hinum fáu ríku og voldugu. Ísland er enn fast á þessu stigi, búið að vera þar 101, 115 eða 145 ár, eftir því hvernig er talið.

Til að losna út úr þessu ástandi þarf alþýðubyltingu á Íslandi, að alþýðan varpi af sér kúgurum sínum og móti samfélagið að eigin þörfum og hagsmunum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: