- Advertisement -

Nám erlendis er dýrmæt reynsla

Skipti- eða starfsnám erlendis getur verið dýrmæt reynsla þegar út á vinnumarkaðinn er komið. Vinnuveitendur athuga hvort umsækjendur um störf hafi aflað sér alþjóðlegrar færni á sínum ferli.

Á vef Háskóla Reykjavíkur kemur að ný, viðamikil rannsókn sýni á þetta. Rannsóknin var gerð á vegum framkvæmdastjórnar ESB og tóku tæplega 80 þúsund manns  þátt í henni frá 34 löndum. Hér er um að ræða stærstu rannsókn sem gerð hefur verið á þessu sviði, en þeir sem tóku þátt voru háskólanemar, útskrifaðir háskólanemar á vinnumarkaði,  starfsmenn háskóla (akademískir og almennir starfsmenn) og forsvarsmenn fyrirtækja.

Sú persónulega færni og kunnátta sem nemendur öðlast með nýrri reynslu við dvöl erlendis er afar eftirsóknarverð í augum vinnuveitenda í Evrópu, en 92% þeirra fyrirtækja sem þátt tóku í rannsókninni vilja fremur ráða starfsfólk með alþjóðlega færni. Í því sambandi voru nefndir ákveðnir eiginleikar eins og lærdómsþorsti, víðsýni, umburðarlyndi, sjálfstraust og hæfni til að leysa vandamál og taka sjálfstæðar ákvarðanir.

Það vekur athygli að slík alþjóðleg færni er að verða sífellt mikilvægari eiginleiki þegar nemendur koma út í atvinnulífið. Sambærileg könnun var gerð árið 2006. Það hlutfall vinnuveitenda sem telur reynslu erlendis frá mikilvæga hefur síðan þá tvöfaldast.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þeir  einstaklingar sem hafa dvalið til lengri eða skemmri tíma erlendis við nám eða vinnu eru einnig ólíklegri til að vera atvinnulausir til langs tíma. Rannsóknin sýnir fram á að  fimm árum eftir útskrift er atvinnuleysi hjá þeim 23% lægra en hjá einstaklingum sem ekki hafa stundað nám eða vinnu í útlöndum.

Sjá meira á vef HR.

 

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: