- Advertisement -

Næstum öll frétt Ríkissjónvarpsins er röng

Gunnar Smári skrifar:

„Sósíalistaflokkurinn stendur ekki í stað, heldur er hann að vaxa. Sjálfstæðisflokkurinn heldur ekki sínu, heldur er hann að tapa fylgi.“

Kannanir Gallup sem spanna heilan mánuð, öfugt við kannanir annarra fyrirtækja sem ná yfir rúma viku, geta verið ágætar til að skoða breytingar yfir langan tíma, en þegar nær dregur kosningum hætta þessar kannanir að vera upplýsandi og geta orðið ruglandi.

Hér er graf sem sýnir stöðu Sósíalistaflokksins í könnunum Gallup, MMR, Maskínu og Prósents þannig að útkoman er látin spanna könnunartímann. Eins og sést hækkar fylgi flokksins eftir því sem líður á mánuðinn. En röðin af fréttum af þessum könnunum er ekki þannig. Fyrst kom frétt af könnun MMR (5,6%), svo kom frétt af Maskínu (6,3%) og Prósent (6,1%) nánast samtímis en í lokin kom frétt um Gallup (5,4%) sem þó var í reynd elsta könnunin.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það er ekki bara að hún nái lengst aftur heldur er það svo að svör þátttakenda berst í meira mæli fyrr í könnunartímabili og því eru kannanir sem teknar eru yfir marga daga alltaf orðnar gamlar þegar þær birtast. Þess vegna stytta fyrirtækin könnunartímann þegar nær dregur kosningum og færa sig í nokkru mæli frá neti og í síma.

Næstum öll frétt Ríkissjónvarpsins í kvöld var röng vegna þessara skekkju, það hafa komið nýrri kannanir sem hafa sýnt fram á að þróunin er önnur en fullyrt var í fréttinni. Framsókn er t.d. ekki að vinna á. Sósíalistaflokkurinn stendur ekki í stað, heldur er hann að vaxa. Sjálfstæðisflokkurinn heldur ekki sínu, heldur er hann að tapa fylgi.

Ríkisútvarpið ætti að sleppa því að segja fréttir af Gallup þar til fyrirtækið hefur stytt könnunartímabilið, alla vega fram að kosningum. Á miðju kjörtímabili skiptir þetta minna máli, þá hafa fáir áhuga á nákvæmum fylgisbreytingum milli vikna. En nú er slíkt farið að skipta máli. Og algjör óþarfi að birta fréttir sem gefa ranga mynd af stöðunni.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: