- Advertisement -

Nær Svandís vinstri beygjunni?

Með allt þetta í farteskinu er næsta óvíst hvort Svandís nái vinstri beygjunni. Sjáum til hvernig til tekst.

-sme

Svandís Svavarsdóttir skrifar grein í Mogga dagsins: „Til vinstri fyrir réttlátt þjóðfélag“.

„En hér á landi er afstaða al­menn­ings skýr; að afrakst­ur auðlinda­nýt­ing­ar auðgi ís­lenskt sam­fé­lag í stað þess að safn­ast upp í fjár­hirsl­um er­lendra og inn­lendra auðmanna. Við í Vinstri græn­um mun­um halda sjón­ar­miðum al­menn­ings til haga hér eft­ir sem hingað til og standa vörð um al­manna­hags­muni gegn sér­hags­mun­um fjár­magnseig­enda,“ segir í grein Svandísar.

Þetta er eflaust gott og blessað. Hitt er annað að Svandís og aðrir félagar í Vinstri grænum eiga langt í land til að endurheimta eigin styrk. Eftir að hafa setið í ríkisstjórn undir stjórn Sjálfstæðisflokksins á lokasprettinum, og jafnvel lengur, er næsta víst að VG er í kröggum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

…í faðmlagi við erkióvininn úr Valhöll.

Félögum í VG hefur fækkað duglega meðan forystan hefur verið í faðmlagi við erkióvininn úr Valhöll. Það eru því fáir eftir til að reyna vinstri beygjuna með Svandísi.

Hvers vegna? Jú, helst vegna þess sem Svandís nefnir í greininni. Hún undantekur ekki Ísland, eðlilega:

„Víða um lönd hafa fá­menn­ir hóp­ar auðmanna náð að umbreyta fjár­mun­um sín­um í póli­tísk völd í gegn­um eign­ar­hald á fjöl­miðlum og í gegn­um hags­munaaðila. Bar­ist fyr­ir taum­leysi fjár­magns­ins.“

Með allt þetta í farteskinu er næsta óvíst hvort Svandís nái vinstri beygjunni. Sjáum til hvernig til tekst.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: