„Þegar menn hætta að hugsa út fyrir boxið og ana gagnrýnislaust eins og sauðir til að þóknast ríkjandi valdaelítu er í babba komið. Er Sjálfstæðisflokkurinn kominn þangað að grasrótin gangi hugsunarlaust á eftir forystu sem skilur ekki grunnstef flokksins, sögu hans og forsendu stærðar meðal þjóðarinnar,“ skrifar Jón Kristinn Snæhólm, félagi í Sjálfstæðisflokki.
„Getur verið að Marxisminn geti náð að vekja okkur sjálfstæðismenn af værum blundi?
Hver skrifaði um hvernig rikjandi valdastéttir móta hugsunarhátt almennings og menningu til að halda auði og völdum?“