- Advertisement -

Ná þúsund milljörðum í mínus

„Líklega, ef við lítum yfir farinn veg, er þetta afleiðing af því að þessi ríkisstjórn veit ekkert hvað hún er að gera.“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Alþingi „Hvers vegna eru vextir alltaf svona háir á Íslandi? Þeir voru ekkert svona háir fyrir fáeinum árum en það var vegna þess að þá var styrk efnahagsstjórn,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og vitnaði þar til eigin ríkisstjórnarinnar sem sat á árunum 2013 til 2016.

Eins og við vitum hrökklaðist hann úr ríkisstjórninni vegna Wintrismálsins. Gefum honum aftur orðið. Hér er rætt um fjárlög næsta árs:

„Vextirnir eru afleiðing óstöðugrar efnahagsstjórnar, óráðsíu þessarar ríkisstjórnar sem hefur slegið öll met í ríkisútgjöldum, í hraða aukningar ríkisútgjalda og heildarútgjöldum einnig. Það hefur skort á það að menn líti á heildarmyndina í umræðu um þessi fjárlög. Ef til vill er það afleiðing af því að þessi ríkisstjórn á mjög erfitt með að sjá heildarmyndina í nokkru einasta máli en hún er sú að hér er þessi ríkisstjórn, samstarf þessara flokka frá 2017, að ljúka sínu verki með því að leggja fram enn ein metútgjaldafjárlögin og reka ríkið áfram með halla, halda áfram að safna skuldum fyrir komandi kynslóðir.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Það er ráðgáta sem enn er ósvarað.“

Rétt hjá formanni Miðflokksins. Frammistaða ríkisstjórnarinnar er algjör óhæfa.

„Þegar þessi ríkisstjórn hefur lokið störfum þá verður samanlagður halli þess sem hún hefur sjálf gert eða gerir ráð fyrir að fylgi í kjölfar hennar líklega orðinn um 1.000 milljarðar.“

Obobobb hefði einhver sagt við að lesa þetta eða heyra. Þúsund milljarðar?

„Í öllu falli hefur einni ríkisstjórn tekist að tvöfalda ríkisútgjöld í krónum talið og jafnvel þó að við gefum séns vegna verðbólgunnar sem þessi útgjaldavöxtur bjó til þá hafa raunútgjöld ríkisins aukist um líklega 40–50% þegar þessi ríkisstjórn loksins, loksins lýkur störfum. Þetta er hreint ótrúlegt afrek en það sérkennilegasta af öllu er að það hafi tekist að eyða svona miklum peningum og auka útgjöldin svona mikið án þess að fá meira fyrir það. Að við skulum sitja uppi með heilbrigðiskerfi þar sem biðlistarnir hafa ekki styst að neinu ráði og sums staðar lengst, þar sem bráðamóttaka Landspítalans er yfirfull allan daginn og fólk þarf að bíða í þrjár, fimm, sjö, allt upp í 10–12 klukkustundir. Ég þekki sjálfur dæmi þess og hef upplifað það sjálfur. Þetta er ekki í lagi og allra síst þegar svona miklum peningum hefur verið útdeilt að það fáist ekkert fyrir það fyrir samfélagið. Skattgreiðendur þurfa að borga og borga. En hvað fá þeir fyrir? Það er ráðgáta sem enn er ósvarað.“

„Getur verið að ráðherrarnir viti bara ekkert í sinn haus?“

Þetta eru svakalegar tölur. Og mikið rétt að við sjáum engar framfarir á hinu og þessu. Getur verið að ráðherrarnir viti bara ekkert í sinn haus?

„Líklega, ef við lítum yfir farinn veg, er þetta afleiðing af því að þessi ríkisstjórn veit ekkert hvað hún er að gera. Skýrasta dæmið um það eru líklega samgöngumálin og samskipti til að mynda við Reykjavíkurborg, meiri hlutann í Reykjavík, þar sem stjórnin hefur hvað eftir annað látið plata sig út í einhver vanhugsuð verkefni meiri hlutans í Reykjavík, látið plata sig í það að fjármagna stærstu kosningaloforð Samfylkingarinnar í borgarstjórnarkosningum, tvö kjörtímabil í röð, áform sem voru talin algerlega óraunhæf, sérstaklega fyrir borg sem var eiginlega á hausnum.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: