- Advertisement -

Ná ekki hálfri leigu af Perlunni

Stjórnmál Ef leigutekjur af Perlunni væru þær sem venja er að gera ráð fyrir þyrfti að gera meira en tvöfalda þær, þetta kemur fram í bókun borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks í borgarráði.

Borgin keypti Perluna af Orkuveitinni fyrir 950 milljónir króna. Borgarráð hefur samþykkt leigusamning sem gefur af 35 milljónir króna á ári. Í bókun Sjálfstæðismanna segir:

„Fyrir nokkru síðan keypti Reykjavíkurborg Perluna af Orkuveitu Reykjavíkur fyrir 950 m.kr. og létu borgarbúa um að taka á sig að koma þeirri eign í verð í stað þess að selja hana á almennum markaði. Það er almenn regla hjá Reykjavíkurborg að leigutekjur á ári miðist við 8% af virði eignarinnar sem myndi hljóða upp á 76 m.kr. í leigutekjur á ári í þessu tilfelli. Í stað þess er ljóst að langt er frá því að slík upphæð fáist en leigutekjur af eigninni eru u.þ.b. 35 m.kr. á ári. Borgarbúar sitja því uppi með afar slæma fjárfestingu í boði meirihlutans í Reykjavík.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: