Myrkraöflin sitja á svikráðum
Stjórnsýsla „Þetta er valdarán. Alþingi er að reyna að ræna völdum af þjóðinni. Völdum sem Alþingi, árið 2009, lofaði að færa þjóðinni í formi nýrrar stjórnarskrár,“ sagði Þorvaldur Gylfason prófessor í þættinum Bítið á Bylgjunni í morgun, þegar hann talaði um áfangaskýrslu um starf stjórnarskrárnefndar.
„Málið er í furðulegum farvegi. Það var haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá árið 2012, tveir þriðju kjósenda lýstu sig samþykka því frumvarpi sem stjórnlagaráð hafði samið og þar hefði málinu átti að ljúka. Skoðun mín, ykkar, eða Sigurðar Líndal eða einstakra alþingsimanna á málinu, hún hætti að skipta máli eftir að talið var uppúr kössunum. Menn krukka ekki í eða leiðrétta kosningaúrslit eftir á,“ sagði Þorvaldur.
Gerist bara þar sem lýðræðið haltar
Hann nefndi kosningar þar sem Svíar sögðu nei við upptöku evru, og spurði hvað hefði gerst ef sænsk stjórnvöld hefðu samt tekið upp evru. „Slíkt gerist ekki í alvöru lýðræðsiríki, það gerist bara þar sem lýðræðið haltar, ófullburða lýðræðisríkjum að sjálf löggjafasamkundan leyfir sér að reyna grófa aðför að lýðræðinu. Og það er það sem við horfum upp á á Alþingi þessa dagana.“
„Rétt kjörið Alþingi, árið 200, ákvað að fela þjóðinni að semja nýja stjórnarskrá eftir hrun með þeim skýru rökum að Alþingi hafi mistekist í 70 ár að standa við írtekuð loforð um endurskoðun stjórnarskrárinnar.“
Yrði þá aðili að valdaráni
Þorvaldur rakti tilurð stjórnlagaráðs, þjóðaratlvæðagreisðluna og sagði svo:
„Síðan gerist það að hagsmunaöfl sem vilja ekki láta kvótann af hendi, vilja ennþá fara með þjóðareignina einsog einkaeign, eða allir þessir alþingismenn sem sitja á Alþingi í krafti ójafnvægsiatkvæða, sem tveir þriðju kjósenda höfnuðu í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Það eru þessi myrkraöfl sem sitja á svikráðum við lýðræðið. Staða málsins er grafalvarleg. Ísland er á mörkum þess að segja sig úr lögum við lýðræðsiþjóðirnar sem við höfum hingað til talið okkur vera hluta af. Þetta er valdarán. Alþingi er að reyna að ræna völdum af þjóðinni. Völdum sem Alþingi, árið 2009, lofaði að færa þjóðinni í formi nýrrar stjórnarskrár.“
„Ég hef engann áhuga á einstaka atrium í þessari skýrslu vegna þess að þau hafa ekki leyfi eða umboð til að plokka einstök atriði út úr stjórnarskrá sem tveir þriðju kjósenda eru búnir að samþykkja. Þá væri ég orðinn aðili að valdaráninu ef ég ætlað i að fara diskúdera við þessa nefnd um einstök atriði.“