Athafnamaðurinn Magnús Scheving, best þekktur sem íþróttaálfurinn í Latabæ, hefur sett glæsilegt einbýlishús þeirra hjóna, Hrefnu Bjarkar Sverrisdóttur, á sölu. Húsið er í Bauganesi í Skerjafirði og er það metið á rúmar 185 milljónir króna. Kaupverð er þó ekki gefið upp og óskað tilboða.
Húsið er teiknað af arkitektinum Sigurði Hallgrímssyni og hannaði innanhúshönnuðurinn Rut Káradóttir húsið að innan. Myndir af eigninni má finna hér neðar.
Húsið er á tveimur hæðum og er með fjögur svefnherbergi, þar af hjónasvítu með baðherbergi, sjónvarpsrými með skrifstofuherbergi, eldhús, borðstofu og stofu á efri hæð ásamt þvottahúsi og baðherbergi.
Á neðri hæð hússins er síðan að finna stórt tómstundarherbergi, líkamsræktaraðstöðu og nuddherbergi. Þá er einnig tveggja herbergja aukaíbúð með sérinngangi.
Eignin er skráð er samtals 410 fermetrar að stærð, þar af eru 65 fermetrar óskráðir. Fasteignamatið á húsinu er skráð 185.1 milljónir króna.
Nánar um eignina á vefsíðu fasteignarsölunnar Stakfell.