Sveinseyrarpóstur Sigurðar G. Tómassonar:
Velti fyrir mér hvaða gagn er af sjúkraflugvél sem getur ekki lent nema á flugbrautum með bundnu slitlagi.
Heildsali nokkur í Reykjavík var sú tegund alkóhólista sem í gamla daga voru kallaðir túramenn. Var semsagt edrú á hnefanum í nokkurn tíma en drakk svo stjórnlaust dögum saman þegar hann sprakk. Eftir margra daga sleitulausa drykkju sat hann gjarnan í skrifstofu sinni og skeggræddi við löngu dauða forfeður sína og samtíðarmenn þeirra. En þegar hann settist í tiltekinn stól og hóf að þylja Einræður Starkaðar, sem hann kunni utanbókar, var kominn tími til að kalla á lækni sem kom og sprautaði hann niður.
Er það misminni en varð ekki Landlæknisembættið að flýja úr Heilsuverndarstöðinni vegna myglu? Ef á að leigja þetta hús undir annað, fræðimannakommúnu og íbúðir námsmanna, hlýtur að vera búið að endurbæta húsið. Myglusetur fræðimanna væri reyndar athyglisvert nafn!