- Advertisement -

Mygla í íbúð Félagsbústaða – leigjandinn fárveikur

Mygla í íbúð Félagsbústaða.

Kolbrún Baldursdóttur, Flokki fólksins, hefur beitt sér mikið vegna stöðu leigjenda hjá Félagsbústöðum.

„Ég hef lagt fram margar tillögur sem varða ástandið hjá Félagsbústöðum m.a. lagt til að þeir setji sér þjónustustefnu og siðareglur og margt fleira,“ segir Kolbrún.

Hún segir margar kvartanir vegna Félagsbústaða. Kolbrún segir að ástandið hafi batnað eftir að nýr framkvæmdastjóri tók við.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Helst var kvartað yfir viðmóti og framkomu einstakra starfsmanna en ekki síst yfir myglu og raka sem ekki er sinnt. Enn halda áfram að koma kvartanir vegna myglu og raka sem sífellt virðist vera hunsað eða í mesta lagi gert við á yfirborðinu.“

Kolbrún segir að til hennar hafi leitað kona, sem leigir hjá Félagsbústöðum.

„Kona kom til mín sem orðin er fárveik vegna myglu og rak en hún er leigjandi hjá Félagsbústöðum. Hún sýndi mér margar myndir. Hún hefur margsinnis kvartað en ekki er hlustað á hana.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: