- Advertisement -

Múrbrjóturinn afhentur

Múrbrjóturinn var afhentur nýverið en Landssamtökin Þroskahjálp veita verðlaunin í tilefni af alþjóðlegum degi fatlaðs fólks. Verðlaunin eru veitt þeim sem hafa sýnt frumkvæði og ýtt undir nýsköpun sem styður við þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, afhenti verðlaunin.

Þrír múrbrjótar voru afhentir. Fyrsta Múrbrjótinn hlutu Embla Guðrún­ar- og Ágústs­dótt­ir og móðir henn­ar Guðrún Hjart­ar­dótt­ir fyr­ir fræðslu­er­indið: „Af hverju er barnið mitt ekki úti að éta sand?“ sem fjallar um reynslu þeirra af skólagöngu fatlaðs barns frá sjónarhóli foreldris og barnsins sjálfs. Mæðgurnar hafa flutt erindi sitt rúmlega 40 sinnum í grunnskólum, leikskólum, á þjónustumiðstöðvum Reykjavíkurborgar og víðar og náð þannig til um 1.800 manns.

Anna Múrbrjótinn hlutu Stígamót  fyrir það frumkvæði að ráða til sín sérfræðing í málefnum fatlaðs fólks til að annast fræðslu og þjónustu.

Á Akureyri hlaut Birna Guðrún Bald­urs­dótt­ir þriðja Múr­brjót­inn fyrir að reka klúbb fyr­ir ung­menni á ein­hverfurófi. Klúbbur­inn tók til starfa í ársbyrjun 2013 og síðan þá hefur bæst við sambærilegur klúbb­ur fyr­ir full­orðna.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Múrbrjótarnir sem afhentir voru í dag eru hannaðir af listamönnum á handverkstæðinu Ásgarði.

Sjá frétt á vef Þroskahjálpar.

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: