Stjórnmál

Múr­ar for­ræðis­hyggj­u og ríkisstjórnin

By Miðjan

July 01, 2020

„Frels­is­mál­in eru lít­il og stór en eiga oft erfitt upp­drátt­ar,“ skrifar Óli Björn Kárason, meðal annars í vikulegri Moggagrein sinni.

„Því hef­ur Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir dóms­málaráðherra fengið að kynn­ast. Hug­mynd­ir henn­ar um að koma á jafn­ræði milli inn­lendra og er­lendra fyr­ir­tækja í versl­un hafa ekki fengið braut­ar­gengi inn­an rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Því þurfa þeir Íslend­ing­ar, sem vilja kaupa áfengi í net­versl­un, enn um sinn að sætta sig við að eiga viðskipti við er­lenda aðila, en ekki ís­lenska,“ skrifar Óli Björn og næsta setning er svona:

„Múr­ar for­ræðis­hyggj­unn­ar eru sterk­ir og brotna ekki af sjálfu sér.“