„Frelsismálin eru lítil og stór en eiga oft erfitt uppdráttar,“ skrifar Óli Björn Kárason, meðal annars í vikulegri Moggagrein sinni.
„Því hefur Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra fengið að kynnast. Hugmyndir hennar um að koma á jafnræði milli innlendra og erlendra fyrirtækja í verslun hafa ekki fengið brautargengi innan ríkisstjórnarinnar. Því þurfa þeir Íslendingar, sem vilja kaupa áfengi í netverslun, enn um sinn að sætta sig við að eiga viðskipti við erlenda aðila, en ekki íslenska,“ skrifar Óli Björn og næsta setning er svona:
„Múrar forræðishyggjunnar eru sterkir og brotna ekki af sjálfu sér.“