- Advertisement -

Munur á högum karla og kvenna

Talsverður munur er á högum og aðstæðum karla og kvenna á hjúkrunarheimilum, hvort sem um er að ræða íbúa eða starfsfólk. Fjárhagslega eru konurnar verr settar, bæði hvað laun og lífeyrir varðar. Kemur þetta fram í lokaskýrslu velferðarráðuneytisins um kynjaða hagstjórn sem fjallar um hjúkrunarheimili.

Á heimasíðu Velferðarráðuneytisins kemur fram að í  skýrslunni sé dreginn fram ýmis lýðfræðilegur kynjamunur en einnig bent á mun sem tengist starfsvali, atvinnuþátttöku og launum kynjanna. Fram kemur að konurnar bera að jafnaði minna úr býtum fjárhagslega en karlarnir og eins benda skýrsluhöfundar á að umönnun aldraðra sem aðstandendur sinna lendi frekar á konum. Því megi því segja að ákveðið misvægi fylgi kynjunum alla tíð, frá upphafi til æviloka.

Ýmsar ákvarðanir stjórnvalda geta haft áhrif til þess að draga úr kynjamun, til dæmis hvað varðar eftirlaun og greiðsluþátttöku íbúa á hjúkrunarheimilum. Í skýrslunni er settar fram tillögur um aðgerðir til að draga úr misrétti í samræmi við niðurstöður verkefnisins. Meðal annars er lagt til að stefna í málefnum aldraðra verði endurskoðuð þannig að kynjasjónarmið verði hluti af henni og að sett verði skilyrði í þjónustusamninga við hjúkrunarheimili um að þau setji sér jafnréttisáætlun

Sjá nánar hér.

 

 

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: