Alþingi „…einnig er hægt að rækta kjöt, það er hægt að láta kjöt vaxa til manneldis. Afleiðingarnar sem þetta hefur eru magnaðar. Þetta hefur til dæmis þær afleiðingar varðandi fiskveiði að við verðum ekki að veiða fisk, við bara gerum það ef við viljum, sem áhugamál. Við verðum ekki að ala dýr til manneldis, við þurfum bara að rækta vöðva. Hliðarafleiðingarnar af þessu eru gríðarlega mikið minni orka og ræktunarland við gerð kjötsins. Það er miklu minna um sýkla því að kjötið er ræktað í vernduðu umhverfi.“
Þessa framtíðarsýn viðraði Björn Leví Gunnarsson, sem nú gegnir þingmennsku fyrir Pírata, á þingfundi. „Hvað erum við farin að gera til að huga að þeim breytingum sem þetta kemur til með að hafa á efnahag okkar og alls heimsins? Vísindamenn gera ráð fyrir því að þessi tækni verði orðin samkeppnishæf við núverandi framleiðslu á innan við tíu árum.“
„…framtíðarsýn þingmannsins.“
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnarráðherra sagði: „. Ég verð að viðurkenna að sú framtíðarsýn að matur verði framleiddur og jafnvel settur í pilluform eða duft á tilraunastofum vekur ekki þá öryggistilfinningu sem ég held að almenningur hafi almennt í þeim efnum, að einstök stórfyrirtæki fari að stjórna allri matarframleiðslu heimsins.“ Hann upplýsti einnig að ekki sé verið að vinna ti að bregðast við; „…framtíðarsýn þingmannsins.
Ekki pillur, ekki duft, vöðvi, lund og beint á pönnuna
„….þetta er ekki pilla eða duft. Þetta er vöðvi sem settur er á steikarpönnu og steiktur og borðaður eins og kjötið komi beint af dýrinu.“ Björn Lví sagði þetta munu hafa heilnæm áhrif því að notkun sýklalyfja hverfur. „Þetta hefur rosalega heilnæm áhrif því að notkun sýklalyfja hverfur.“