Ljósmynd: RÚV.

Fréttir

Munu XB og XD horfa aðgerðarlausir á?

By Miðjan

July 05, 2023

Vilhjálmur Birgisson skrifar:

Hverning geta Farmsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn látið það viðgangast vitandi það fyrir víst að matvælaráðherra er að brjóta lög með ákvörðun sinni um að banna „tímabundið“ hvalveiðar.

Það blasir við að þessi ákvörðun getur skapað ríkissjóði (skattgreiðendum) bótaskyldu sem numið getur jafnvel nokkrum milljörðum. Ætla samstarfsflokkar VG í þessari ríkisstjórn að láta slíkt gerast hafandi vitneskju um að ráðherrann er ekki að fara eftir lögum?

Ætlar t.d. Framsóknarflokkurinn að hunsa þessi lögbrot, munum að þeir stjórnendur Íslandsbanka sem báru ábyrgð á söluferlinu hafa þurft að axla sína ábyrgð vegna þess að ekki var farið að lögum.

Í þessari grein segir þingflokksformaður sjálfstæðismanna m.a. orðrétt og skýrara verður það ekki:

„Sterk og skýr rök hafa verið sett fram um að matvælaráðherra hafi gengið gegn lögum með ákvörðun um að fresta hvalveiðum. Ekki verður séð að ráðherrann hafi sinnt rannsóknarskyldu sinni né gætt meðalhófs – fylgt sanngjarnri og hófsamri stjórnsýslu. Gengið er þvert á stjórnarskrárvarin atvinnuréttindi og í engu hugað að þeim mikla fjárhagslega skaða sem ákvörðunin veldur um 150 launamönnum og fjölskyldum þeirra. Andmælaréttur er enginn og fyrirvarinn nokkrir klukkutímar.“

Fyrirsögnin er Miðjunnar.