- Advertisement -

Mun VG lifa næstu kosningar?

Gunnar Smári skrifar:

Hér er allt innan skekkjumarka frá síðustu könnun og því kannski fátt um þetta að segja. Þó má benda á að könnunin er gerð meðan á landsfundi Samfylkingarinnar stóð og að VG er þarna komið niður í 7,5% (skekkjumörk 5,7-9,4%). Ég hef sagt hér á Facebook að líkur séu á að VG þurrkist út í kosningunum næstu, en flestum hefur fundist það aðeins um of í lagt. Samfylkingin var við þessar dauðadyr 2016, rétt slapp fyrir horn.

Það er ekki víst að Vg sleppi næst.Sósíalistar eru þarna með 4%. Þegar mynd kemst á framboð þeirra mun það fylgi tvöfaldast og svo aftur tvöfaldast þegar það rennur upp fyrir fólki að næstu kosningar snúast um réttlæti; hvort við ætlum að byggja hér upp réttlátt samfélag eða horfa á það aðgerðarlaus að nýfrjálshyggjustefnam mylji hér allt undir hin ríku og valdamiklu. Og þá mun kosningabaráttan taka við.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: