Allar hillur, skúffur og borð hjá Héraðssaksóknara eru full af pappírum.
Katrín Baldursdóttir skrifar:
Eins og staðan er núna mun Samherjamálið daga uppi hjá Héraðssaksóknara. Engar ákærur, engar handtökur og engir dómar. Það er ekki nóg að lögreglan og skattyfirvöld rannsaki Samherjamálið og vísi svo Héraðssaksóknara. Héraðssaksóknari verður að hafa tækifæri til að fjalla um málið sín megin og það innan ákveðins tímaramma því annars fellur málið bara niður. Allar hillur, skúffur og borð hjá Héraðssaksóknara eru full af pappírum. 100 óleyst mál og þar af 60 skattamál sem sum eru mjög þung og erfið. Ólafur Þór héraðssaksóknir segist þurfa átta starfsmenn alls ef hann á að geta sinnt starfinu. Og samherja. Þannig að ef fulltrúar auðvaldsins í landinu, eða ríkisstjórnin, vill halda áfram að verja hagsmuni Samherja, þá er auðveld leið að henda einhverju smotteríi í Ólaf Þór. Þá mun Samherjamálið bara daga uppi hjá honum. Það verður mjög áhugavert að fylgjast með ríkisstjórninni í þessu máli.
Þá er einnig ljóst að til að koma málum til Héraðssaksóknara þurfa lögreglu-og skattyfirvöld líka verulega aukið fjármagn.